Betra jafnvægi: Að vingast við heilann, taugakerfið og líkamann

Námskeiðið hentar fólki sem upplifir einkenni streitu og örmögnunar, fólki með áfallasögu eða þeim sem finna fyrir mikilli spennu í líkamanum. Markmiðið er að skilja hlutverk heilans og taugakerfisins þegar ójafnvægi hefur átt sér stað vegna langvarandi álags.

Unnið er með að auka öryggi í taugakerfinu og minnka tímann sem fer í aftengingu eða sjálfstýringu. Engin fyrri reynsla af jóga er nauðsynleg.

Yfirlit yfir námskeiðið

  • 1. tími: Kynning og grunnhugmyndir. Af hverju er yin jóga notað?
  • 2. tími: Taugakerfið: Skilningur á gamla og nýja heilanum.
  • 3. tími: Polyvagal kenningin og flökkutaugin – leiðin að betra jafnvægi.
  • 4. tími: Streita og sjúkleg streita. Áhrif á heilann og líkamann.
  • 5. tími: Öndun og núvitund sem bjargráð til að upplifa öryggi.
  • 6. tími: Um áfallastreitu og hvernig afleiðingar hennar birtast á fullorðinsaldri.
  • 7. tími: Tilfinningastjórnun: Að takast á við óþægilegar tilfinningar og doða.
  • 8. tími: Lokatími: Lengri iðkun, samantekt og umræður.

Kennsla og fyrirkomulag

Hver tími skiptist í tvennt: Fyrri hlutinn er fræðsla en í seinni hlutanum er farið í yin jóga iðkun og djúpslökun. Þátttakendur fá vinnubók með námsefninu.

Leiðbeinandi

Unnur Vala Guðbjartsdóttir, sálfræðingur og yin jóga kennari.


Hafa samband varðandi Betra jafnvægi: