Hleð síðu...
Karl Jónas Smárason, sálfræðingur

Karl sinnir meðferð ungra og fullorðinna (13 og eldri), þó aðallega fullorðinna. Þar snýst meðferð helst að meðferð við kvíða, þunglyndi, streitu, þráhyggju, líkamsímynd og sjálfsmyndarvanda, en hann býr einnig að reynslu sem einkaþjálfari.

Karl styðst við hugræna atferlismeðferð en nýtir sér verkfæri frá öðrum nálgunum allt eftir þörfum hvers og eins, þeas. hann sníðir meðferðina að þörfum hvers og eins og í samvinnu við hvern skjólstæðing.

Þá nýtir Karl reynslu sína og menntun sem einkaþjálfari í meðferðarvinnunni. Karl hefur reynslu af hópmeðferð og fræðslu.

Reynsla
Karl kláraði sálfræðinámið við Kaupmannaháskólann haustið 2009. Fljótlega bauðst honum staða sem yfirsálfræðingur hjá einkarekinni stofu í Danmörku. Þeirri stöðu sinnti hann í um fimm ár eða þar til hann flutti aftur til Íslands eftir um níu ára veru í Danmörku.
Karl starfaði sem einkaþjálfari sem og hópþjálfari í um þrjú ár hjá næst stærstu keðju Danmerkur – Fitness DK.
Eftir að Karl flutti til Íslands sótti hann sér reynslu til Janusar Endurhæfingar eða þar til honum var boðin staða hjá Heilsugæslunni við Lágmúla 4, þar sem honum var falið það verkefni að koma á sálfræðistöðu sem þar hafði ekki áður verði staða sálfræðings. Þeirri stöðu sinnir hann enn í 50% starfshlutfalli.

Menntun
Karl kláraði BA í sálfræði við háskóla Íslands. Þar á eftir kláraði hann cand.psych við háskólann í Kaupmannahöfn með áherslu á hugræna atferlisfræði.
Á meðan á því námi í Danmörku stóð kláraði hann einnig nám og öðlaðist réttindi til að vinna sem einkaþjálfari, með áherlsu á ungmenni og einstaklinga eldri en 55 ára, að auki við að taka níu mánaða námskeið í næringarfræði.

Sendu Karli skilaboð.