Hleð síðu...
Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur

Sigríður Björnsdóttir, M.Sc. sálfræðingur og EMDR sérfræðingur (vottaður). Sigríður hefur langa reynslu við fræðslustörf og ráðgjöf. Hún sérhæfir sig í úrlausn áfalla, bæði flókinna og vegna áfallastreituröskunar, fíknivanda, auk almennrar sálfræðiþjónstu. Hún hefur starfað við viðtalsmeðferðir einstaklinga og hópa.

Sigríður nýtir mest EMDR meðferðarnálgun og ítarmeðferð (e. intensive) auk partavinnu og djúphugar áttun DBR (sjá nánar um djúphugaráttun). Hún nýtir einnig hugræna atferlismeðferð (CBT og TF-CPT) við meðferð sína.

Starfsreynsla
Sigríður starfar í dag á Sálfræðistofu Reykjvíkur en hún stofnaði samtökin Blátt áfram og starfaði hjá félaginu í meira en 15 ár, m.a. við fræðslu og ráðgjöf um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Sigríður er höfundur handbókar fyrir foreldra um Einkastaði líkamans með Kristínu Bertu Guðnadóttur félagsráðgjafa.

Sigríður hefur starfað hjá einkareknum sálfræðistofum frá útskrift 2018. Hún stundar handleiðslu bæði hjá innlendum og erlendum handleiðurum og tekur markvisst þátt í þjálfun og endurmenntun á EMDR meðferðarformi og annarri mikilvægri sérhæfingu því tengdu.

Sigríður er varaformaður EMDR á Íslandi og er í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga.

Nánar um Sigríði og EMDRsetrið.

Sendu Sigríði skilaboð.