Hleð síðu...
Sigríður Jóna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur

Sigríður Jóna sinnir greiningu og meðferð fullorðinna, 18 ára og eldri. Hún hefur aðstoðað fólk með einkenni lyndisraskana (þunglyndi, óyndi, lágt sjálfsmat), kvíðaraskana (félagsfælni, almenna kvíðaröskun, ofsakvíða, heilsukvíða), svefnvanda og áfallastreituröskun.  Einnig hefur hún veitt hælisleitendum og flóttafólki sálrænan stuðning og áfallameðferð.

Meðferð
Sigríður Jóna styðst við aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og hugrænnar úrvinnslu aðferðar (CBT - CPT), EMDR (Eye Movement Desensitization Reprosessing), NET (Narrative Exposure Therapy) og samkenndarmiðaða nálgun í starfi sínu og nýtir gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar.

ADHD greining og ráðgjöf
Sigríður Jóna sinnir einnig greiningu og ráðgjöf vegna ADHD (Attention Deficit Hyperactivity Disorder) og starfar með Barnaheill – Blátt áfram, sem ráðgjafi í hópi foreldra og fjölskyldna barna sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi.

Handleiðsla
Sigríður Jóna sækir reglulega handleiðslu og nýtur ráðgjafar frá sérfræðingum og samstarfsfólki sem starfar á mismunandi sviðum geðheilbrigðisþjónustu.

Menntun
Sigríður Jóna lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 og viðbótar diploma í heilbrigðisvísindum árið 2015 frá sama skóla. Hún útskrifaðist með MSc gráðu í klínískri sálfræði vorið 2018 frá Háskólanum í Reykjavík og fékk starfsleyfi sama ár. Sigríður Jóna hefur einnig lokið þjálfun í EMDR meðferð (Eye movement desensitization and reprocessing). Að auki hefur hún sótt allmörg námskeið og vinnustofur í greiningu og meðferð sálræns vanda.
Sigríður Jóna var í starfsnámi í ADHD teymi göngudeildar geðsviðs á Landspítalanum, Skóla- og fjölskylduskrifstofu Mosfellsbæjar og á Reykjalundi. Einnig starfaði hún á Öryggis- og réttargeðdeildinni.
Sigríður Jóna starfar sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur hjá Sálfræðistofu Reykjavíkur en áður starfaði hún sem sálfræðingur hjá Domus Mentis Geðheilsustöð þar sem hún sinnti greiningu og meðferð við fjölbreyttum vandamálum fullorðinna.
Sigríður Jóna er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga.

Sendu Sigríði skilaboð.