Fjölskyldumeðferð er fjölbreytt úrræði sem felur í sér, einstaklings-, fjölskyldu-, hjóna- og parameðferð þar sem ER unnið með einstakling innan fjölskyldu, hjón/pör, börn eða fjölskylduna í heild sinni eða að hluta. Það getur verið einn einstaklingur eða undirheildir líkt og par/hjón, (stjúp)foreldrar, amma/afi, (stjúp/hálf)systskini, fósturfjölskyldur og svo framvegis. Metið er eftir aðstæðum og í samráði hvenær og hvort einhverjir aðrir taka beinan þátt en sá sem sjálf/ur leitar til meðferðaraðila með sín persónulegu málefni.

Fjölskyldumeðferð er skilgreind sem meðferð þar sem tekið er mið af fjölskyldunni sem heild, og velferð hennar höfð að leiðarljósi. Fjölskyldumeðferð leggur áherslu á að vandi einstaklings hefur áhrif á alla fjölskylduna og að fjölskyldan hefur áhrif á einstaklinginn.

Fjölskyldumeðferð er gagnreynt meðferðarúrræði (Evidence-based practice) og felur í sér einstaklings-, fjölskyldu- og hjóna/parameðferð, eftir því sem við á, þegar til að mynda er tekist á við: líkamleg og andleg veikindi, áföll af ýmsum toga, sorgarferli, barnauppeldi, samskipti, ágreining af ýmsu tagi, kynlífsvandamál og breytt fjölskyldumynstur í kjölfar skilnaðar.