Hleð síðu...
Unnur Vala Guðbjartsdóttir, sálfræðingur

Unnur Vala sinnir greiningu og meðferð fullorðinna (18 ára og eldri). Helstu verkefni snúa að greiningu og meðferð við áfallastreituröskun, kvíða, þunglyndi, streitu og sjálfsmyndarvanda. Unnur Vala hefur sérstakan áhuga og mikla reynslu af vinnu með fólki sem hefur lent í áföllum, hvort heldur sem um nýleg áföll er að ræða eða eldri áföll líkt og erfiðar uppeldisaðstæður, höfnun foreldra, vanræksla, einelti eða hvers kyns ofbeldi.

Unnur Vala nýtir mest hugræna atferlismeðferð og EMDR meðferðarnálgun en auk þess notast Unnur Vala við núvitund og samkenndarnálgun í meðferð þegar það á við.

Unnur starfar nú eingöngu sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur hjá Sálfræðistofu Reykjavíkur en áður starfaði hún sem sálfræðingur í geðheilsuteymi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins þar sem hún sinnti greiningu og meðferð við fjölbreyttum vandamálum fullorðinna. Unnur Vala hefur einnig starfað í geðteymi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þá starfaði Unnur Vala sem stundakennari á háskólastigi um margra ára skeið, bæði við sálfræðideild Háskóla Íslands og sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík. Þá hefur Unnur Vala einnig starfað við sálfræðilegar rannsóknir hjá Háskólanum í Reykjavík og sem sérfræðingur hjá Capacent og Hagstofu Íslands.

Menntun
Unnur Vala lauk bachelorgráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og cand. psych. gráðu í sálfræði frá sama skóla árið 2012.
Unnur Vala hefur lokið 2 ára sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð við Endurmenntun Háskóla Íslands í samstarfi við Oxford Cognitive Therapy Centre.
Unnur Vala hefur einnig lokið þjálfun í EMDR meðferð (Eye movement desensitization and reprocessing).
Unnur Vala er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi um hugræna atferlismeðferð. Þá er Unnur meðlimur og jafnframt formaður fræðslunefndar Félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga.

Sendu Unni skilaboð.