Hleð síðu...
Margrét Ingvarsdóttir, sálfræðingur

Margrét sinnir meðferð fullorðinna og beitir samtalsmeðferð, meðal annars hugrænni atferlismeðferð og núvitund eftir þörfum skjólstæðinga sinna. Þá nýtir hún einnig EMDR meðferð.

Hún sinnir m.a. greiningu og meðferð á lágu sjálfsmati, þunglyndi, kvíðaröskunum, streitu, kulnun og áföllum. Í meðferð leggur Margrét áherslu á að mynda gott meðferðarsamband og mæta skjólstæðingum þar sem þeir eru staddir svo skrefin í átt að bættri líðan séu markviss.

Margrét starfar einnig á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Geðheilsu-eftirfylgd. Þar sinnir hún meðferð skjólstæðinga og stuðningi við aðstandendur þeirra í þverfaglegu teymi þar sem varanlegur bati skjólstæðinganna hefur verið í brennidepli.

Alla sína náms- og starfsævi hefur hún unnið mikið með sálfræðingum og geðlæknum og vann um árabil á geðsviði Landspítalans meðfram námi. Hún þekkir því vel til á flestum sviðum umönnunar fólks með geðræna erfiðleika.

Menntun
Hún lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og Cand. Psych. í sálfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Lokaverkefni hennar var rannsókn á algengi geðrænna vandamála meðal kvenna sem nýlega hafa greinst með brjóstakrabbamein á Íslandi.

Hún hefur einnig lokið sérnámi í hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands og Level 1 og 2 þjálfun í EMDR meðferð (Eye movement desensitization and reprocessing).

Margrét er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og Félagi um hugræna atferlismeðferð.

Sendu Margréti skilaboð.