Hleð síðu...
Heiðrún Harpa Helgadóttir, sálfræðingur

Heiðrún Harpa sinnir greiningu og meðferð fullorðinna (18 ára og eldri). Helstu viðfangsefni hennar eru áföll og áfallastreituröskun, tengslavandi, kvíði, lágt sjálfsmat og streita. Hún sinnir einnig handleiðslu fyrir fósturforeldra.

Þau meðferðarform sem hún nýtir helst í sinni vinnu eru EMDR áfallameðferð (Eye movement Desensitization and Reprocessing), núvitund og samkenndarnálgun, tengslamiðuð nálgun, áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð (Trauma-focused cognitive behavioral threapy) og hugræn atferlismeðferð (HAM).

Starfsreynsla
Heiðrún Harpa starfaði á EMDR stofunni í tæp fjögur ár áður en hóf störf á Sálfræðistofu Reykjavíkur. Þar áður vann hún sem sálfræðingur hjá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Þar tók hún meðal annars þátt í þróun nýs verklags innan barnaverndar og félagsþjónustu í samstarfi við skóla og heilsugæslu með áherslu á snemmtæka íhlutun og forvarnir.

Heiðrún Harpa var forstöðukona á Mánabergi, vistheimili barna, sem er úrræði á vegum Barnaverndar Reykjavíkur, frá 2015 -2018. Þar vann hún mikið með börnum, ungmennum og fullorðnum sem áttu sögu um flókin áföll, tengslavanda og tengslarof.

Þar áður var hún sálfræðingur hjá Barnavernd Reykjavíkur í rúm þrjú ár. Vinna hennar þar fólst aðallega í því að vinna með börnum sem höfðu lent í alls kyns áföllum, vanrækslu, heimilisofbeldi, andlegu sem og líkamlegu ofbeldi.Hún var einnig mikið í tengslavinnu með fósturbörnum og fjölskyldum þeirra, ásamt því að sinna handleiðslu fyrir fósturforeldra.

Hún vann mikið með ungmennum sem áttu í tilfinningalegum vanda vegna fjölskylduaðstæðna. Auk þessa hefur hún sótt fjölda námskeiða, ráðstefna og fyrirlestra sem tengjast helstu viðfangsefnum hennar. Hún hefur einnig sótt sér handleiðslu reglulega hjá viðurkenndum handleiðurum.

Menntun
Heiðrún Harpa útskrifaðist með BA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2005 og meistaragráða í klínískri sálfræði frá Universiteit van Amsterdam og hlaut starfsréttindi árið 2012. Hún var í starfsnámi á göngudeild geðdeildar Landspítalans við Hringbraut.

Hún vann á Barna- og unglingageðdeild meðfram námi ásamt því að vinna á fullorðinsgeðdeild Landspítalans.
Heiðrún Harpa er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga.

Sendu Heiðrúnu Hörpu skilaboð.