Bætt líðan: Hugsun, hegðun og sjálfsmildi
Námskeiðið hentar vel fólki með kvíða-, streitu- og/eða þunglyndiseinkenni. Það er hugsað sem grunnnámskeið þar sem farið er yfir grunnatriði hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og grunninn í samkenndarmiðaðri nálgun.
Lögð er áhersla á að skilja tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunar. Samkenndarmiðuð nálgun er notuð til að vinna með skömm og sjálfsgagnrýni, sem oft eru áberandi þættir við andlegar áskoranir.
Yfirlit yfir námskeiðið
- 1. tími: Um grunnþarfir og tilfinningar. Hvað er HAM og samkenndarmiðuð nálgun?
- 2. tími: Endurmat hugsana og hugsanaskekkjur. Tilfinningakerfin þrjú og sjálfsgagnrýnandinn.
- 3. tími: Um kvíða. Hvaða þættir viðhalda kvíða?
- 4. tími: Kvíði framhald: Hvernig sjálfsmildi hjálpar okkur að takast á við kvíðann.
- 5. tími: Um þunglyndi út frá HAM og samkenndarmiðaðri nálgun.
- 6. tími: Um streitu og hvernig við mætum henni.
- 7. tími: Um viðhorf og lífsreglur.
- 8. tími: Gildi og markmið. Bakslagsvarnir og leiðin áfram.
Kennsla og fyrirkomulag
Kennsla byggir á fræðslu, dæmum og virkri þátttöku. Notast er við hugleiðsluæfingar með áherslu á sjálfsmildi. Heimavinna felst í skráningarblöðum og æfingum til að auka sjálfsmildi í daglegu lífi.
Leiðbeinendur
Margrét Ingvarsdóttir og Unnur Vala Guðbjartsdóttir, sálfræðingar.