Mótaðu leið þína (í átt að...)
Námskeiðið Mótaðu leið þína (í átt að...) er hagnýtt og uppbyggjandi námskeið sem styður markvisst við endurkomu á vinnumarkað, í nám eða virka þátttöku í endurhæfingu VIRK.
Námskeiðið sameinar ACT, núvitund og hagnýta kerfisnálgun úr Atomic Habits. Áhersla er lögð á lítil, framkvæmanleg skref sem skapa rými til að staldra við án þess að staðna.
Yfirlit yfir námskeiðið
- 1. skipti: Að gangast við stöðunni.
- 2. skipti: Gildi sem áttaviti.
- 3. skipti: Hindrandi hugsun og hegðun.
- 4. skipti: Nýjar smávægilegar venjur.
- 5. skipti: Núvitund og nærvera.
- 6. skipti: Eigið stuðningskerfi.
- 7. skipti: Seigla og endurheimt.
- 8. skipti: Mín stefna framundan.
Leiðbeinandi
Karl Jónas Smárason, sálfræðingur.